Tómas Andri heiti ég, fæddur og uppalinn að hluta á Ströndum en búsettur á höfuðborgarsvæðinu.
Ég er forvitinn og lausnamiðaður einstaklingur sem hefur gaman af því að skapa hluti, hvort sem það er tónlist,
vefsíður, gagnasöfnunartól, Excel/Sheets lausnir eða einföld smáforritunarverkefni.
Ég hef lengi haft áhuga á tækni, skapandi verkefnum og
stafrænum lausnum.
Ég starfa núna sem lagerstjóri hjá ELKO á Granda og er í BA námi í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst
Þessi síða er yfirlit yfir menntun, starfsreynslu og áhugamál sem endurspegla það sem ég hef
verið að gera og hvað mér finnst gaman að vinna með.
Einnig er hægt að ýta á hnappinn hér að neðan til að ná í ferilskránna mína.
Athugið að ferilskrá er gömul og out-of-date.
Ná í ferilskráÉg er núna í BA námi í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Námið tengir saman viðskipti, stjórnun og menningartengd verkefni. Ég hef lagt sérstaka áherslu á stafræna miðlun, markaðsgerð, verkefnastjórnun og hvernig hægt er að þróa hugverk frá hugmynd yfir í framkvæmd.
Meðfram háskólanámi er ég að taka örnám í tónlistarviðskiptum, þar sem áhersla er á að geta beitt fræðilegri og hagnýtri þekkingu í raunverulegum verkefnum t.d. í samningagerð, markaðsherferðir og stjórnun tónlistarverkefna. Einnig að hanna og framleiða stafrænt markaðs- og kynningarefni fyrir listamenn og verkefni.
Námskeiðið gaf mér góða innsýn í samskipti og hlutverk ábyrgðar í hópastarfi, sem ég hef nýtt bæði í þjónustustörfum og stjórnunarstöðum.
Útskrifaðist með stúdentspróf af tölvubraut Tækniskólans.
Forritun & vefþróun
Smíða vefsíður og virkar lausnir í HTML, CSS, JavaScript, PHP o.fl.
Hef búið til eigin kerfi, verkfæri og API-tengingar fyrir verkefni, tölfræði og gagnavinnslu
Þekking á Python og C# fyrir minni verkfæri og sjálfvirknivæðingu
Gagnavinnsla & sjálfvirknivæðing
Mjög sterk færni í Google Sheets, Excel, formúlum, skriftum og verkflæði
Hanna og útfæra lausnir sem einfalda vinnu, fylgjast með gögnum og draga úr villum
Reynsla af vinnu með Firebase, gagnatöflur, real-time uppfærslur og viðmót
Hönnun & miðlun
Þekking á Adobe Photoshop, Illustrator og Premiere Pro
Námsefnisgerð, myndbandavinnsla og önnur sjónræn framsetning fyrir verkefni og viðburði
Hafa umsjón með heimasíðum og efnisstjórnun
Samfélagsmiðlar & efnisgerð
Umsjón með samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki og hópa
Get hannað myndir, kynningar og efni frá grunni
Tungumál
Íslenska: mjög góð í ræðu og riti
Enska: mjög góð í ræðu og riti
Danska: ágæt kunnátta
Ég starfa nú sem lagerstjóri hjá ELKO á Granda. Ég sé um móttöku vara, galla- og skilavinnslu, afskriftir, birgðabókhald í Dynamics Nav og daglega stjórn á lager. Hef einnig unnið að innri umbótum, skráningarferlum og skjölun sem einfalda daglega vinnu og draga úr villum.
Hér starfaði ég sem beitningarmaður og háseti á bátnum Benna á Drangsnesi. Beitningavinnan segir sig sjálf, langir klukkutímar af erfiðisvinnu við beitningu á 500 króka bölum. Seinustu 6 mánuðunum hjá Útgerðarfélaginu var varið á sjó, á línubát. Vinnan var líkamlega krefjandi og kenndi mér skipulag, þrautsegju og að vinna vel undir álagi, eiginleikar sem ég hef nýtt í öllum störfum síðan.
Hér starfaði ég í verslun Vodafone sem sölu- og þjónustufulltrúi. Ég sinnti ráðgjöf um síma og áskriftarleiðir, og aðstoðaði við uppsetningar og almenn tæknivandamál. Stór hluti starfsins fólst í að rýna í sundurliðaða reikninga fyrir viðskiptavini, útskýra áskriftaleiðir og finna leiðir til að lækka kostnað eða einfalda þjónustur. Starfið fól oft í sér krefjandi samskipti sem reyndu á gott jafnaðargeð og sterka lausnarmiðun.
Ég hóf störf á kassa en færði mig fljótt yfir í Skilað og Skipt þar sem ég sá um móttöku skilavara, almennar kvartanir og þjónustu við viðskiptavini. Síðar starfaði ég sem svæðisstjóri þjónustudeildar og afhendingalagers, og bar ábyrgð á kassa- og þjónustuliðum, vaktaplönum, uppgjöri og erfiðum þjónustumálum. Að lokum færði ég mig í afgreiðslu afhendingalagers.
Ég átti við ýmis störf á meðan ég var í framhaldsskóla, þar af helst: kokkur hjá Burgernum, kokkur og preppari hjá Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði, starfsmaður á kassa hjá Krónunni, bílstjóri hjá Aha Veitingum og öryggisvörður hjá Securitas.
Tónlist hefur alltaf verið stór hluti af lífinu mínu og ég spila á nokkur hljóðfæri, þar á meðal
gítar, píanó og ukulele. Ég hef líka gaman af tækni og forritun og eyði miklum tíma í að búa til
smærri verkefni, vefsíður og gagnalausnir.
Fólk sem þekkir mig veit líka að ég elska ferðalög og kvikmyndir - ég hélt utan um allar þær
sem ég horfði á árið 2022 og þær urðu 197.
Undanfarin ár hef ég einnig orðið heltekinn af
frisbígolfi og pílu, og stunda bæði reglulega.